Orkumálinn 2024

Jens Garðar: Fjarðabyggð tilbúin að borga ný skilti á Hringveginn

jens_gardar_stfj.jpgJens Garðar Helgason, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar, segir sveitarfélagið tilbúið að borga það sem kostar að láta breyta skiltunum á þjóðveginum um syðri hluta þess þannig þeir beri númerið einn. Hann skorar á þingmenn kjördæmisins að taka afstöðu til þess hvar Hringvegurinn eigi að liggja.

 

Þetta kom fram í máli Jens á íbúafundi á Stöðvarfirði á miðvikudagskvöld. „Það kostar svona 2-300 þúsund kall að breyta þessum skiltum og ef Vegagerðin á ekki þessa peninga getur Fjarðabyggð ábyggilega blætt.“

Hann sagði færslu Hringvegarins skipta miklu máli fyrir Stöðfirðinga til að fá umferð inn í bæinn. Hann spurði hvort þingmenn hefðu orðið varið við sömu áhersluna á Hringveginum annars staðar.

„Við erum hér á Stöðvarfirði fyrir fullum sal af fólki þar sem staðurinn berst fyrir lífi sínu. Hafa alþingismenn setið viðlíka fundi á Egilsstöðum?“

Hann ítrekaði að lega Hringvegarins skipti engu máli fyrir íbúa Egilsstaða. „Skiptir einhverju máli fyrir Egilsstaðabúa hvort þjóðvegurinn liggur um Fagradal eða Breiðdalsheiði? Meira að segja er betra fyrir þá að hann liggi um Fagradal því þá fara þeir framhjá báðum sjoppunum!“

Jens skoraði á þingmenn kjördæmisins að taka skýra afstöðu í málinu og leggja fram sameiginlega þingsályktunartillögu um að Hringvegurinn verði færður.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.