Orkumálinn 2024

Jódís: Göngum sátt frá borði

Jódís Skúladóttir oddviti Vinstri grænna í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, segir að þau gangi sátt frá borði í nýafstöðnum kosningum sem fram fóru á laugardag.

„Við erum ákaflega þakklát fyrir að hafa náð manni inn og það var í raun sorglega stutt í að ná öðrum manni,“ segi Jódís.

Aðspurð hvort staða Vinstri grænna á landsvísu í augnablikinu hafi haft áhrif á fylgi þeirra í kosningunum telur Jósdís að það hafi ekki haft nein úrslitaáhrif í þessum kosningum.

„Það er vissulega urgur í fólki með þetta ríkisstjórnarsamstarf en okkar stefna í innflytjandamálum í þessum kosningum var alveg skýr,“ segir Jódís.

„Aðalmálið fyrir okkur nú er að við erum ákaflega sátt og þakklát fyrir þann stuðing sem okkur var sýndur," segir hún. "Og við hlökkum til að taka þátt í störfum í hinu nýja sveitarfélagi."

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.