Jólahlaðborðin geta verið snúin vegna COVID

Aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi hefur fengið fyrirspurnir um jólahlaðborð vinnustaða, hvernig þau samrýmist sóttvarnareglum sem gilda til 3. nóvember, að því er segir í tilkynningu. Þar kemur fram að jólahlaðborðin geta verið snúin vegna sóttvarnarreglna.

 

Aðgerðastjórin bendir á að samkvæmt reglunum mega ekki fleiri en tuttugu einstaklingar koma saman hverju sinni að þjónustufólki meðtöldu. Þá skuli tryggja 2 metra fjarlægð milli þeirra sem ekki eru í nánum tengslum.

"Hefðbundin jólahlaðborð virðast af þessum sökum snúin í framkvæmd miðað við núverandi stöðu. Við það bætist að varað hefur verið við slíkum hlaðborðum vegna smithættu, nokkuð sem rétt myndi að taka með í reikninginn einnig," segir í tilkynningunni.

Ekkert COVID smit er nú skráð á Austurlandi. Höldum áfram að ganga þennan þrönga COVID veg og gerum það saman

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.