Jón Björn verður bæjarstjóri

Jón Björn Hákonarson verður bæjarstjóri Fjarðabyggðar út kjörtímabilið. Þetta var staðfest á fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar í kvöld. Eydís Ásbjörnsdóttir verður forseti bæjarstjórnar.

Jón Björn, sem leiddi Framsóknarflokkinn í síðustu sveitarstjórnarkosningum, hefur verið forseti bæjarstjórnar en lætur af því embætti, sem og formennsku í eina-, skipulags- og umhverfisnefnd og safnanefnd auk varaformennsku í bæjarráði.

Eydís hefur verið formaður bæjarráðs en tekur við bæði sem forseti bæjarstjórnar og formaður eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar. Einar Már Sigurðarson verður 1. varaforseti og Sigurður Ólafsson 2. varaforseti.

Sigurður Ólafsson, sem var í öðru sæti Fjarðalistans fyrir síðustu kosningar, verður formaður bæjarráðs. Pálína Margeirsdóttir, sem var í öðru sæti Framsóknarflokks, tekur sæti Jóns Björns í bæjarráði og verður varaformaður þess.

Skipað verður í safnanefnd á næsta fundi bæjarráðs.

Karl Óttar Pétursson lét í morgun af störfum sem bæjarstjóri. Í tilkynningu sveitarfélagsins í kvöld eru honum þökkum góð störf og gott samstarf í þágu Fjarðabyggðar og óskað velfarnaðar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.