Skip to main content

Kennarar í Verkmenntaskóla Austurlands boða til verkfalls

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 06. feb 2025 12:35Uppfært 06. feb 2025 12:37

Kennarar í Verkmenntaskóla Austurlands samþykktu í gær tillögu um verkfall. Verkföll hófust í tveimur austfirskum skólum á mánudag.


Kennararnir í VA eru í hópi kennara í alls fimm framhaldsskólum á landinu sem boðað hafa verkfallsaðgerðir. Ótímabundið verkfall þeirra hefst föstudaginn 21. febrúar, hafi samningar ekki náðst.

Í tilkynningu Kennarasambandsins segir að verkföllin hafi verið samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta og kjörsókn verið góð.

Verkföll hófust í tveimur austfirskum skólum í byrjun vikunnar. Egilsstaðaskóli hefur verið alveg lokaður en þar eru annars um 430 nemendur.

Í leikskólanum Lyngholti á Reyðarfirði eru átta starfsmenn í verkfalli. Þar er ein deild opin af sex, þar sem einn starfsmaður hennar er í verkfall. Á leikskólann eru skráð 88 börn en 12 börn mega mæta. Samkvæmt upplýsingum frá Fjarðabyggð hafa 8-10 börn mætt að jafnaði í skólann þessa vikuna.

Fundur í deilunni hefst hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi.