Kjörbúðin styrkir félagasamtök og stofnanir á Austurlandi

Kjörbúðin, sem rekur verslanir víða á Austurlandi, veitti nýverið 21 styrk til stofnanna og félagasamtaka í fjórðungnum. Styrkirnir eru veittir árlega og er ætlað að standa við bakið á samfélagslega mikilvægum verkefnum í nærumhverfi hverrar Kjörbúðarinnar á hverjum stað.

Alls var veittur 41 styrkur um land allt í ár. Meðal þeirra verkefna sem hlutu styrki á Austurlandi í ár eru skógræktarfélag Djúpavogs, Golfklúbbur Eskifjarðar og skíðaskóli fyrir börn í Neskaupstað, að því er fram kemur í tilkynningu.

„Þetta er hluti af stefnu okkar um að gefa til baka. Kjörbúðir (sem hétu áður öðrum nöfnum) hafa alltaf styrkt vel við sitt nærsamfélag. Þessi nýjung að leyfa viðskiptavinum að velja hófst 2019 en vegna Covid þurfti að breyta aðferðarfræðinni en stefnum á að 2021 verði þetta komið í þann farveg sem við ætlum.

Við finnum fyrir miklum meðbyr úr sveitarfélögunum. Tekjusamdráttur hefur orðið í flestum sveitarfélögum á landinu, styrkirnir okkar koma því að góðum notum. Oft var þörf en nú er nauðsyn,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa.

„Þessi styrkur á eftir að koma sér vel. Við stefnum á að nota hann til að fæða okkar góða fólk í útköllum og á æfingum. Einnig á hann eftir að fara í að huga að hinum og þessum smærri verkum hér í bækistöðvum okkar í Sambúð,“ Ingi Ragnarsson, formaður björgunarsveitarinnar Báru á Djúpavogi sem er meðal styrkþega.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.