Kólígerlar í neysluvatni á Stöðvarfirði og í Breiðdal

Íbúar á Stöðvarfirði og í Breiðdal skulu sjóða neysluvatn sitt vegna kólígerla til að gæta fyllsta öryggis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjarðabyggð.


Niðurstöður sýnatöku sem gerð var á neysluvatni staðanna staðfesta að kólígerlar séu í neysluvatninu. „Til að gæta fyllsta öryggis eru íbúar beðnir um að sjóða neysluvatn þar til orsök liggur fyrir og búið verður að koma í veg fyrir mengunina. Tekin verða ný sýni daglega,“ segir í tilkynningu frá Fjarðabyggð.

Þær upplýsingar fengust hjá sveitarfélaginu að ekki væri ljóst hvar mengunin ætti upptök sín, hvort það væri í lagnakerfi eða vatnsbólum. Verið sé að leita og vonast sé til að staðan lagist á næstu dögum. Gildin sem mælst hafi séu ekki há. Á mánudag var því beint til Breiðdælinga að sjóða vatn eftir að bráðabirgðarannsókn sýndi kólígerla í vatninu.


Nauðsynlegt er að allt neysluvatn sé soðið sem og vatn sem notað er til ísmolagerðar, til kaffilögunar, böðunar á ungabörnum o.fl. Nota má ósoðið vatn í handþvott, fyrir uppþvottavél, þrif o.fl.


„Vatnið þarf að bullsjóða. Hraðsuðuketill bullsýður vanalega vatnið þegar hann slekkur á sér og það er nægilegt. Ef notaður er örbylgjuofn verður að ganga úr skugga um að vatnið bullsjóði,“ segir í leiðbeiningum frá embætti landlæknis sem Fjarðabyggð hvetur íbúa að skoða en leiðbeiningarnar má lesa með því að smella hér: https://www.fjardabyggd.is/Media/suda-neysluvatns-leidbeiningar.pdf

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.