Fyrsti kolmunni haustsins á land í Fáskrúðsfirði

„Þetta var bara mjög ánægjulegur túr, allt veitt innan landhelginnar og þetta tók tiltölulega skamman tíma,“ segir Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar, en fyrsta kolmunnafarmi haustsins var landað í vikunni.

Friðrik segir að með þessum farmi sé heildarveiði ársins alls komin í 20 þúsund tonn og sennilega aðeins einn kolmunnatúr eftir í viðbót. Alls náði Hoffellið 1650 tonnum í þessum eina túr og aðeins þurfti sjötíu sjómílna stím á ágætu veðri til að komast í ágætar torfur.

Aflinn fer sem fyrr allur í bræðslu og aðspurður segir Friðrik að það sé það eina sem hægt sé að gera við kolmunnann þó reyndar þetta sé ekki slæmur matfiskur. „Þetta er ágætur fiskur sem bragðast mikið til eins og þorskurinn og hann er kjörinn til dæmis í harðfisk.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.