Komu skipverjum á vélarvana fiskibát til hjálpar austur af Barðanum

Björgunarsveit Hafbjargar í Neskaupstað var ræst út rétt fyrir klukkan 4 í nótt vegna vélarvana fiskibáts 22 sjómílum austur af Barðanum. Tókst allt vel þegar komið var á staðinn og eru bátarnir rétt ókomnir í land.

Ósk um aðstoðina barst björgunarsveitinni klukkan 15 mínútur í 4 í nótt en þá hafði fiskibáturinn misst allt afl en um borð voru fjórir skipverjar. Nokkur vindur var á svæðinu og él en að öðru leyti fór vel um skipverja.

Björgunarsveitarfólk um borð í Hafbjörgu kom á staðinn tveimur tímum síðar og klukkan hálfsjö hafði tekist að koma dráttartaug í fiskibátinn. Var stefnan þá tekin í land í kjölfarið með bátinn í togi og gekk það vel fyrir sig. Voru bátarnir á rólegri siglingu 8 sjómílum frá Reyðarfirði rétt fyrir klukkan 9 í morgun.

Mynd tekin á vettvangi snemma í morgun úr Hafbjörgu en vel gekk að koma taug á milli þegar að var komið. Mynd Landsbjörg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.