Orkumálinn 2024

Kostnaður við klósett stendur í stórfyrirtækjum á Djúpavogi

Útlit er fyrir að engin salernisaðstaða verði sett upp í húsnæði Kjörbúðarinnar á Djúpavogi en lengi hefur verið kallað eftir slíkri aðstöðu í húsinu. Skiptir þar engu að Múlaþing er reiðubúið að koma að rekstri slíks salernis.

Fjallað var um þetta í heimastjórn Djúpavogs fyrir helgi en köll hafa lengi verið eftir góðri salernisaðstöðu og þar fyrst og fremst verið að horfa til gesta og ferðafólks.

Hefur starfsmaður heimastjórnar átt í viðræðum við Samkaup, eiganda Kjörbúðarinnar, vegna málsins en auk versluninnar eru í sama húsi Landsbankinn, Pósturinn og Vínbúðin. Auk þess rekur N1 eldsneytisdælur fyrir utan húsið. Svörin hafa verið á þá leið að uppsetning á salerni sé kostnaðarsöm framkvæmd sem Samkaup hafi ekki hug á að taka á sig. Aðrir aðilar í húsinu sýna því heldur engan áhuga.

Heimastjórnin lét bóka mikla furðu að svo stöndug fyrirtæki sem hér um ræðir segi kostnað standa í vegi fyrir að koma upp einfaldri salernisaðstöðu og fól starfsmanni að koma þeim áherslum á borð stjórna viðkomandi fyrirtækja.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.