Orkumálinn 2024

Krefjast úrbóta á veitingastaðnum Glóð

Þrátt fyrir að hafa verið starfræktur um tæplega átta ára skeið hafa forráðamenn veitingahússins Glóðar í Valaskjálf enn ekki sett upp fullnægjandi hreinsunarbúnað frá eldhúsi staðarins. Lokafrestur til þess rann þó út í byrjun árs 2018.

Heilbrigðiseftirlit Austurlands, HAUST, gerir alvarlegar athugasemdir við að enn komist fituefni frá eldhúsi staðarins beint ofan í lagnakerfi bæjarins með fráveituvatni. Kostnaðarsamar stíflur vegna þessa verða reglulega auk þess sem mikill óþrifnaður hlýst af fituefnum í fráveitukerfinu.

Í svari frá eigendum Glóðar kemur fram að að starfmenn þess séu meðvitaðir um að ekki megi losa fitu í niðurföll auk þess sem aðeins ómettuð fita sé notuð á veitingastaðnum. Slík fita storkni ekki í lögnum.

HAUST féllst ekki á þau mótrök enda sé mettuð fita í mörgum algengum dýraafurðum og krefst þess að fullnægjandi fituskilju verði komið fyrir. Hafa forsvarsmenn frest fram í mars til úrbóta.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.