Kvíabólsstíg í Neskaupstað lokað næstu vikur

Framkvæmdir hefjast í dag við Kvíabólsstíg í Neskaupstað þar sem skipt verður um yfirborð vegarins og allar lagnir. Gatan verður lokuð fyrir almenna umferð frá og með deginum í dag og næstu vikur.

Þetta kemur fram á vefsíðu Fjarðabyggðar. Þar segir einnig að byrjað verður á því að rífa upp steypt yfirborð götunar, og í framhaldi af því verður farið í að skipta út vatns- og fráveitulögnum og eins strengjum í eigu RARIK. Þá mun Míla leggja ljósleiðara í götuna.

„Íbúar við Kvíabólsstíg hafa verið látnir vita af þessum framkvæmdum. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda,“ segir á vefsíðunni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.