Laumufarþegi með Norrænu
Táningspiltur laumaði sér með Norrænu til Seyðisfjarðar í morgun. Hann hefur beðið um hæli hér á landi.
Frá þessu var greint í kvöldfréttum RÚV. Ekki er vitað hvaðan pilturinnkemur en hann kennir sig við frelsishreyfinguna Polisario í Vestur-Sahara sem berst fyrir sjálfstæði frá Marokkó.
Hann hefur óskað eftir hæli hérlendis því lítið frelsi sé í heimalandinu. Strákurinn var í haldi lögreglunnar á Egilsstöðum í dag en verður fljótt fluttur að Fitjum í Reykjanesbæ.
Mál hans hefur verið sent til Útlendingastofnunar og barnaverndaryfirvalda.