Orkumálinn 2024

Leggja til 54 þúsund tonna loðnukvóta

Í framhaldi af niðurstöðum mælinga sem nú er nýlokið leggur Hafrannsóknastofnun til að ráðlagður loðnuafli á vertíðinni 2020/21 verði rúm 54 þúsund tonn.

Þetta kemur fram á vefsíðu stofnunarinnar. Þart segir að ráðgjöfin byggi á meðaltali tveggja mælinga á stærð hrygningarstofns loðnu. Annarsvegar á niðurstöðum bergmálsleiðangurs í desember og hinsvegar á samanlögðum niðurstöðum tveggja bergmálsleiðangra í janúar.

„Fyrri mælingin í janúar, upp á samtals 144 þúsund tonn, var takmörkuð að því leiti að engar mælingar voru gerðar í Grænlandssundi sökum hafíss. Ennfremur var magn loðnu á austur hluta svæðisins langt undir því sem mældist í desember,“ segir á vefsíðunni.

„Seinni mælingin í janúar var á afmörkuðu svæði úti fyrir Austfjörðum, og þar mældust um 319 þúsund tonn. Það eru taldar yfirgnæfandi líkur að loðnan austan við land hafi ekki verið hluti af mælingunni fyrr í mánuðinum og því eru þessar tvær mælingar teknar saman og gefa mat upp á 463 þúsund tonn og metnar til jafns á við mælinguna frá desember við mati á stærð stofnsins.“

Þá kemur fram að eins og segir að ofan byggir þessi ráðgjöf meðal annars á niðurstöðum loðnumælinga sem fóru fram í fyrri hluta þessarar viku. Tvö uppsjávarveiðskip, Ásgrímur Halldórsson SF og Polar Amaroq voru þá á vegum Hafrannsóknastofnunar við mælingarnar austan við landið. Jafnframt var Bjarni Ólafsson AK með í að afmarka dreifingu loðnu en auk þess leitaði Venus NS vestan mælingasvæðisins. Var loðnu að sjá við kantinn allt suður að mörkum kald- og hlýsjávar. Vegna veðurs náðist ekki að skoða dreifingu og magn loðnu norður af þessu svæði.

Stefnt er að því að fara til frekari loðnumælinga eftir helgi. Er þá markmiðið að fara yfir svæðið norðan við yfirferðina sem skipin náðu að ljúka áður en þau þurftu frá að hverfa í vikunni, sem og útbreiðslusvæðið fyrir norðan og norðvestanlands. Vænst er til þess að fá með þessu móti heildarmælingu á stærð stofnsins og verður ráðgjöfin endurskoðuð með tilliti til þess,“ segir á vefsíðunni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.