Lengri bið eftir nýja íþróttahúsinu á Reyðarfirði

„Þetta helgast af skorti á íhlutum í bygginguna og erfitt að segja til um hvort eitthvað frekar kemur upp á en við vonum að svo verði ekki,“ segir Haraldur Líndal Haraldsson, upplýsingafulltrúi Fjarðabyggðar.

Ljóst er orðið, sökum seinkunar á aðföngum frá erlendum birgjum, að nýtt íþróttahús á Reyðarfirði opnar ekki fyrir starfsemi fyrr en í byrjun nóvember í besta falli. Töluverð seinkun hefur orðið á byggingu hússins sem er stór 1500 fermetra viðbygging við núverandi íþróttahús bæjarins auk 200 fermetra tengibyggingar. Upphafleg áætlun gerði ráð fyrir að hægt yrði að taka húsið í notkun haustið 2021 eða fyrir tæpu ári síðan.

Haraldur segir að tafirnar muni ekki hafa áhrif á skóla- eða íþróttastarf í bænum. „Það verður engin röskun á því enda er hægt að nota gamla íþróttahúsið þangað til hið nýja verður tilbúið.“

Verulegar tafir orðið á byggingu nýs íþróttahúss á Reyðarfirði en nú standa vonir til að verkinu ljúki í nóvember næstkomandi. Mynd Fjarðarbyggð

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.