Skip to main content

Líkamsræktaraðstaða víkur hugsanlega vegna endurbóta á Fjarðarborg

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 06. des 2024 15:35Uppfært 06. des 2024 18:40

Ekkert verður líkast til af uppbyggingu nýs líkamsræktarsalar á Borgarfirði eystra að sinni sökum þess að kostnaður við breytingar og endurbætur félagsheimilisins Fjarðarborgar hefur reynst hærri en gert var ráð fyrir.

Ný líkamsræktaraðstaða hefur verið áformuð við Sparkhöll þorpsins um hríð enda köll verið eftir betri líkamsræktaraðstöðu en  núverandi aðstaða er á efri hæð félagsheimilisins.

Í ljósi þess að nýjustu tölur um kostnað framkvæmda við endurbætur Fjarðaborgar eru nokkuð hærri en áætlanir gáfu til kynna var sú hugmynd kynnt í heimastjórn Borgarfjarðar eystra í vikunni að salta byggingu líkamsræktarsalarins að sinni og nýta það fjármagn til að ljúka framkvæmdum við Fjarðarborg. Ekki veiti af því ýmislegt ófyrirséð hefur komið í ljós eftir að hafist var handa við endurbætur félagsheimilisins. 

Heimastjórnin féllst í grunninn á þessar hugmyndir en þó skal afla frekari gagna og taka málið aftur fyrir á næsta fundi áður en lokaákvörðun verði tekin.