Litahlaupinu á Egilsstöðum frestað um ár

Vegna nýrra samkomutakmarkana stjórnvalda getur Litahlaupið (The Color Run) ekki farið fram á Egilsstöðum í næsta mánuði eins og til stóð. Því hefur hlaupinu verið frestað til laugardagsins 11. júní 2022.

Í tilkynningu segir að aðgöngumiðar flytjast sjálfkrafa yfir á nýja dagsetningu og þurfa miðaeigendur ekki að grípa til neinna ráðstafana vegna þessarar breytingar. Henti ný dagsetning ekki þátttakendum hafa þeir tvær vikur til þess að óska eftir endurgreiðslu með því að hafa samband við tix.is.

Miðahafar geta einnig notað miða sína í The Color Run í Reykjavík þann 28. ágúst í næsta mánuði þar sem enn er ráðgert að litahlaupið muni fara fram í Reykjavík.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.