Litlar skemmdir á Lagarfljótsbrúnni

Ekki virðast hafa orðið teljandi skemmdir á brúnni yfir Lagarfljót, milli Egilsstaða og Fellabæjar, þegar eldur kviknaði í rafstreng sem liggur undir henni í dag. Umferð yfir hana er orðin eðlileg á ný.

„Við höfum ekki miklar áhyggjur af brúnni. Það rétt kolaðist timbrið í henni. Þetta var skammur tími og timbrið á vel að þola að kolast aðeins án þess að missa burð,“ segir Guðmundur Birkir Jóhannsson, yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni í Fellabæ.

Búið er að taka myndir og skoða aðstæður. Umferð yfir brúna var stýrt meðan slökkvistarfi var lokið en er nú orðin eðlileg á ný og verður það.

Von er á brúarvinnuflokkur Vegagerðarinnar er væntanlegur austur á mánudag en framundan er viðhald á Lagarfljótsbrúnni og fleirum eystra á næstu vikum og mánuðum.

Ekki hefur þó enn verið staðfest í hvaða rafstreng kviknaði né hver sé eigandi hans. Guðmundur segir atvikið í dag áminningu um að fara yfir þær lagnir sem eru undir brúnni.

Mynd: Aðsend

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.