Ljúka hreinsun við Tækniminjasafnið í vikunni

Stefnt er að því að ljúka hreinsun við Tækniminjasafnið á Seyðisfirði í þessari viku. Þetta er eitt af verkefnum í skipulagi vikunnar hvað varðar hreinsun og bráðabirgðavarnir á Seyðisfirði.

Þetta kemur fram á vefsíðu Múlaþings. Þar segir einnig að haldið verði áfram hreinsunarstarfi í Slippnum. Auk hreinsunar á götunum Botnahlíð, Múlavegur, Austurvegur Hafnargata ofl. Einnig verður brak hreinsað úr fjörum út að Hánefsstöðum að sunnan og Vestdalseyri að norðan.

Hvað bráðavarnir varðar verður unnið að hönnun og undirbúningi fyrir ræsi undir Hafnargötu og grjótvörn neðst í Breiðablikslæk. Aðrar bráðavarnir bíða færis en ekki er hægt vinna við þær sem stendur vegna bleytu.

Munahreinsun heldur áfram og á að ljúka við Framhús og Sandfell. Mögulega verður byrjað á munahreinsun í Tækniminjasafninu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.