Lögreglan á Austurlandi vill ráða fjóra lögreglumenn

Lögreglan á Austurlandi hefur auglýst til umsóknar fjórar stöður lögreglumanna við embættið.

Í auglýsingunni segir að óskað er eftir tveimur mönnum með starfsstöð á Egilsstöðum og er gerð krafa um búsetu á Seyðisfirði hvað aðra stöðuna varðar. Þá er auglýst eftir manni með starfsstöð á Vopnafirði og er gerð krafa um búsetu þar og auglýst er eftir manni á með starfsstöð á Eskifirði og er gerð krafa um búsetu í Fjarðabyggð.

Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á Austurlandi, segir að vissulega gerist það ekki á hverjum degi að embættið auglýsi eftir svona mörgum mönnum í einu. Ástæðan er að nokkrir ráðningarsamingar eru að renna út þann 1. nóvember n.k. og er ætlunin að fylla í skarðið með menntuðum lögregluþjónum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar