Loka auka tjaldsvæðum í Fjarðabyggð

Vegna minnkandi aðsóknar verður auka svæðum fyrir tjaldgesti í Neskaupstað, á Reyðarfirði og á Fáskrúðsfirði lokað.

Þetta kemur fram á vefsíðu Fjarðabyggðar. Þar segir að á Fáskrúðsfirði verður svæðið við smábátahöfnina, neðan við Café Sumarlínu, lokað.

Á Reyðarfirði verður svæði við hlið núverandi tjaldsvæðis, við hringtorg, lokað.

Í Neskaupstað  verður svæði við Bakkaveg (ofan Sólbakka), þar sem tjaldsvæði hefur verið í tengslum við Eistnaflug, lokað.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.