Lokað á Stöðvarfirði
Landsbakinn og Íslandspóstur lokuðu í dag afgreiðslum sínum á Stöðvarfirði. Landpóstur frá Reyðarfirði þjónustar framvegis Stöðfirðinga. Fyrirkomulagið var harðlega gagnrýnt á íbúafundi í seinustu viku.
Í bréfi sem Stöðfirðingum var sent í seinustu vikur segir að
landpóstarnir veiti sambærilega þjónustu og í póstafgreiðslunum þar sem
þeir bæði dreifi og taki við pósti.
Póstinum verður dreift á milli 11:00 og 13:30 á virkum dögum en það er
háð veðri og færð. Póstkassi verður settur upp við verslunina Brekku og
hann tæmdur alla virka daga.
Þetta fyrirkomulag er svipað og á Eyrarbakka, Stokkseyri, Hellissandi,
Flúðum og fleiri stöðum af svipaðri stærð, að því er segir í bréfi
Póstsins.
Stöðfirðingar gagnrýndu breytingarnar harðlega á íbúafundi í seinustu viku og spurðu meðal annars hvort Pósturinn hefði íhugað að fá sér hesta.