Lokun Skápsins komin í samráðsgátt Alþingis

Reglugerð um lokun á Skápnum á Borgarfirði eystra er komin í samráðsgátt Alþingis. Heimstjórn Borgarfjarðar fagnar því. Formanni heimastjórnar hefur verið falið að skila inn umsögn í samræmi við umræður sem urðu um málið á síðasta fundi heimastjórnar.

 

Lokun á Skápnum, sem er veiðisvæði út af Glettinganesi, hefur verið baráttumál heimamanna á Borgarfirði eystra um nokkurt skeið. Um er að ræða eitt af örfáum veiðisvæðum þar sem togurum er heimilt að veiða innan 12 mílna markana við Ísland.

Í tillögunni að reglugerðinni í samráðsgáttinni segir... „að Skápurinn verði minnkaður um 10-15% í suður enda hans til að forsendur verði fyrir smábátaútgerð á Borgarfirði á þessum tíma og aðkomubátar haldi áfram að koma. Tímabundin lokun myndi duga frá júlíbyrjun til desemberloka ár hvert. Lokun á suðurenda Skápsins er eitthvað sem verður að gerast. Hún er réttlætanleg út frá byggðasjónarmiðum sem og náttúrusjónarmiðum.”

Ennfremur segir að við vinnslu tillögunnar var byggt á athugun Fiskistofu á umfangi veiða með botnvörpu á umræddu svæði tímabilið 1. júlí til 31. des. árin 2017 til 2020.

“Í ljósi fyrirliggjandi gagna frá Fiskistofu ... er það mat ráðuneytisins að málið snúist í hnotskurn um umferðastjórnun á miðunum, þ.e. hvort ekki sé réttast að verða við þeim óskum sem fram koma í erindi heimamanna á Borgarfirði eystra og þannig verði útgerðum minni báta frá norðanverðum Austfjörðum gert kleift að stunda veiðar með arðbærari hætti en ella,” segir einnig.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.