Lokun annarar flugbrautar Reykjavíkurvallar hefur alvarlegar afleiðingar fyrir landsbyggðina
Sú ákvörðun að loka alfarið annarri flugbrautinni af tveimur á Reykjavíkurflugvelli í fyrramálið mun hafa verulegar afleiðingar á lífslíkur og batahorfur fjölmargra bráðveikra og alvarlega slasaða sjúklinga sem flytja þarf í sjúkraflugi á Landspítalann.
Í fyrramálið verður flugbrautinni 13 - 31 á Reykjavíkurflugvelli alfarið lokað fyrir allri flugumferð en sú reyndar verið lokuð frá 10. janúar þegar birtuskilyrði eru ekki góð. Ástæða lokunarinnar er áhrif trjágróðurs á aðflugs- og brottflugsfleti umræddrar brautar en þar um að ræða skóginn í Öskjuhlíðinni sem er beint í aðflugs- og brottfararstefnu þessara brauta.
Óskað er eftir tafarlausum viðbrögðum þartilbærra aðila af hálfu Miðstöðvar sjúkraflugs en aðilarnir sem bera ábyrgð á þessara stöðu eru Reykjavíkurborg, Isavia, Samgöngustofa og innviðaráðuneytið.
Bent er í tilkynningu frá Miðstöð sjúkraflugs að alls eru um 650 sjúklingar fluttir árlega til Reykjavíkur með sjúkraflugi. Tæplega helmingur þeirra tilfella eru bráðatilfelli vegna alvarlegra veikinda eða slysa. Allar tafir í síðarnefndu tilfellunum geta dregið verulega úr lífslíkum eða batahorfum sjúklinganna.
Guðjón Hauksson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands, tekur fullum hálsi undir áskorun Miðstöðvar sjúkraflugs um skjót viðbrögð.
„Heilbrigðisþjónusta á landsbyggðinni stólar á öruggar samgöngur og því er allt sem raskar þeim alvarlegur hlutur fyrir íbúa landsbyggðarinnar. Íbúar á Austurlandi nýta sjúkraflug hvað mest allra íbúa landsins og því er það einstaklega mikilvægt fyrir okkur að ekkert raski getu sjúkraflugs til þess að athafna sig.“
Einungis tvær flugbrautir af fjórum í boði eftirleiðis á Reykjavíkurflugvelli meðan skógurinn í Öskjuhlíð er ekki grisjaður. Mynd Isavia