Mæla með lækkun álagningarstuðuls fasteignaskatts í Fjarðabyggð

Verði álagningarstuðull fasteignaskatts íbúðarhúsnæðis í Fjarðabyggð lækkaður úr 0,424% í slétt 0,4% eins og tillaga sem samþykkt var í bæjarráði sveitarfélagsins í vikunni gæti það leitt til lækkunar tekna um rúmar 22 milljónir króna.

Umræða um gjaldskrá fasteignagjalda í Fjarðabyggð fór fram í bæjarráði en fjarhagsáætlun næsta árs hefur verið í umræðunni að undanförnu. Er fyrri umræðu um fjárhagsáætlun næsta árs lokið en sú síðari eftir.

Í fyrri umræðu var lagt til að fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði yrði 0,424% af hús- og lóðarhlutamati en í naflaskoðun bæjarráðs kom fram hugmynd um lækkun þessa niður í 0,4%, sem er 5,7% lækkun, sem samþykkt var samhljóða.

Fjármálastjóri Fjarðabyggðar, Snorri Styrkársson, skrifar í umsögn að lækkun stuðulsins hafi bein áhrif á fasteignaskattsjöfnunarframlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Þau áhrifin sé þó ekki hægt að reikna nákvæmlega fyrirfram en miðað við allar helstu forsendur megi gera ráð fyrir að tekjur sveitarfélagsins lækki um rúmar 22 milljónir við lækkun álagningarstuðulsins.

Á töflunni hér að ofan má sjá útreikninga fjármálastjórans miðað við að bæjarstjórn samþykki 0,4% álagningu í stað 0,424 eins og verið hefur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.