MAST óskar upplýsinga um dauða villta fugla

Matvælastofnun (MAST) vekur athygli á að stofnunin óskar eftir tilkynningum ef villtir dauðir fuglar finnast, nema augljóst sé að þeir hafi drepist af slysförum.


Þetta kemur fram á vefsíðu Múlaþings þar sem vitnað er í frétt um málið frá MAST. Tilgangurinn er að skima þá fyrir fuglaflensu og fylgjast þannig með mögulegri útbreiðslu hennar meðal farfugla hérlendis.

“Best er að tilkynna með því að skrá ábendingu á vef stofnunarinnar, en líka er hægt að hringja í síma 530-4800 á opnunartíma eða senda tölvupóst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..,” segir á vefsíðunni.

“Þetta eru viðbrögð við því að viðbúnaðarstig vegna varna gegn fuglaflensu hefur verið aukið. Það þýðir einnig að allir fuglar í haldi þurfa tímabundið að vera hafðir í yfirbyggðum gerðum þar sem villtir fuglar komast ekki inn eða í fuglaheldum húsum.

Sóttvarnir skulu viðhafðar til að hindra smit frá villtum fuglum í alifugla. Matvælastofnun hvetur alla sem halda alifugla til að skrá fuglahald sitt í gegnum þjónustugáttina á vef stofnunarinnar.”

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.