Meiri snjókoma með kvöldinu en svo linnir fram á fimmtudag
Samkvæmt glænýrri spá Veðurstofunnar mun koma bakki upp að Austurlandi með kvöldinu og honum fylgir nokkur snjókoma sem á þó að fjara út fljótlega eftir miðnætti. Meiri snjó ekki að sjá í kortunum fyrr en líða fer á fimmtudag.
Það staðfestir Björn Sævar Einarsson, vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Austurfrétt í morgun.
Æði margir íbúar hafa áhyggjur af því hvort meira muni snjóa austanlands en þegar er orðið. Reyndin er að það bætist aðeins í síðdegis og fram á kvöldið samkvæmt nýjustu upplýsingum. Það ekki mikið né langt og líklega meira slydda því bakkanum fylgja hitabreytingar. Þetta gæti orðið svona 1 til 3 millimetrar og mest ætti að falla í fjörðunum. Þeirri ofankomu mun svo ljúka um eða upp úr miðnætti.
„,Það verður hið ágætasta veður á morgun og sérstaklega seinnipart dagsins og það er útlit fyrir rólegheitaveður á miðvikudaginn líka. Á fimmudaginn kemur verður líklega suðaustlæg átt og með henni einhver éljagangur og þá fyrst og fremst á Austfjörðum með kvöldinu og hugsanlega eitthvað frameftir morgni á föstudag. Þetta er þó ekki mikið og það eru hlýindi með þessu svo þetta yrði sennilega bara slydda.“
Töluvert þarf að ryðja í flestum byggðakjörnum Austurlands og þar ekki hvað síst í Neskaupstað þar sem þessi mynd var tekin. Mynd Landsbjörg.