Meta umfang olíumengunar á Eskifirði á næstu vikum
Á allra næstu vikum hyggst Heilbrigðiseftirlit Austurlands (HAUST) láta meta nákvæmlega umfang olíumengunar á Strandgötu 59 og 61 á Eskifirði. Það næstum eitt ár síðan krafa var gerð á hendur eigandanum, fyrirtækinu Móglí ehf., um tafarlausa hreinsun en ekkert gerst síðan.
Í byrjun marsmánaðar var HAUST að undirbúa stefnu á hendur fyrirtækinu þar sem dagsektir um margra mánaða skeið höfðu engu skilað til úrbóta. Alls nema heildarsektir sem lagðar hafa verið á fyrirtækið á þessu stigi um fjórum milljónum króna án þess að eigandi Móglí hafi sýnt samstarfsvilja.
Það mál enn í vinnslu að sögn Láru Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóra, en nú skulu næstu skref stigin og meta skal nákvæmlega á næstu vikum hve mikið magn olíu er til staðar á lóðunum tveimur.
„Í framhaldinu verður útbúin áætlun um hreinsun og mun Efla verkfræðistofa vinna þetta verk að frumkvæði HAUST en með leyfi allra lóðareigenda.“
Lóðirnar sem um ræðir á Eskifirði en þar standa gamlir tankar frá tímum olíukyndingar og mengun frá þeim borist í jarðveginn. Mynd AE