Orkumálinn 2024

Hugsanleg rýming húsa undir Botnabrún á Seyðisfirði eftir helgina

Ef veðurspá gengur eftir er von á töluverðri rigningu á Austfjörðum aðfararnótt mánudags og fram á miðvikudag. Hugsanlega þarf að grípa til rýmingar húsa á Seyðisfirði vegna þessa að mati lögreglu.

Samkvæmt nýjustu veðurspám mega Austfirðingar eiga von á verulegri rigningu strax aðfararnótt mánudags og rignt gæti linnulítið alveg fram á miðvikudag ef spár ganga eftir. Af þeim sökum hefur Lögreglustjórinn á Austurlandi gefið út viðvörun þess efnis að hugsanlega þarf að koma til rýmingar húsa undir Botnabrún á Seyðisfirði og þá sérstaklega húsum í nágrenni við stóra skriðusárið.

Lokaákvörðun um hugsanlega rýmingu verður tekin um miðjan dag á sunnudaginn kemur og íbúar hvattir til að fylgjast grannt með veðurspá sem og fréttatilkynningum um helgina. Ennfremur ítrekar lögregla að aðgæslu ber að hafa sé fólk á ferð meðfram Búðará og á öðrum þeim stöðum þar sem varnargarðar beina hugsanlegum skriðustraumum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.