Minna á aðgát þrátt fyrir tilslakanir

Aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi minnir á að áfram þurfi að huga að sóttvörnum þótt rýmkað verði á samkomutakmörkunum eftir helgi.

Þetta kemur fram í tilkynningu aðgerðastjórnar frá í dag.

Á mánudag verða samkomur leyfðar fyrir 200 manns í stað 100 eins og nú er auk þess sem aðeins er gert ráð fyrir að hægt þurfi að vera að tryggja eins metra bil milli óskyldra einstaklinga, í stað tveggja metra eins og nú er.

Þrátt fyrir tilslakanirnar minnir aðgerðastjórnin á að enn séu í gildi reglur sem hafi skilað góðum árangri. Minnt er á varkárni, sem fyrr, í samskiptum og að nýju reglurnar verði virtar og einstaklingar bæti við ef þurfa þykir.

Ekkert smit hefur greinst á Austurlandi frá 16. ágúst. Enginn er í einangrun né sóttkví.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.