Mörg stór verkefni framundan í Fjarðabyggð á nýju ári
Æði mikið verður fjárfest á komandi ári af hálfu Fjarðabyggðar samkvæmt áætlun en á fundi bæjarstjórnar síðdegis í gær var fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2025 samþykkt samhljóða.
Alls munu fjárfestingar og fjármagn til viðhalds á næsta ári nema 995 milljónum króna og heildarfjárfestingar Fjarðabyggðar næstu fjögur árin áætlaðar 3,5 milljarðar í heildina.
Stóru verkefni næsta árs verða stækkun og breytingar á leikskólanum Dalborg á Eskifirði en þar eru 145 milljónir eyrnamerktar því verki. Hefja skal endurnýjum og einangrun á þaki Fjarðabyggðarhallarinnar. Þá skal og endurnýja lýsingu í höllinni.
Vinna við hönnun og kostnaðarmat vegna endurnýjunar íþróttahússins á Eskifirði er hafin en leita skal ráða íbúa bæjarins áður en næstu skref í því ferli verða ákveðin. Þá hefjast jafnframt framkvæmdir við grunnskólana á Eskifirði og Reyðarfirði og Í Breiðdal á næsta ári.
Búið er að móta framtíðarsýn fyrir Stríðsárasafnið á Reyðarfirði en þar sem stórbæta upplifun gesta sem og umhverfi safnsins efst í bænum. Fyrstu framkvæmdaskrefin í því ferli skal taka á nýju ári.
Að síðustu verður áfram unnið að endurbótum á Breiðabliki sem og húsnæði Tónlistarskólans í Neskaupstað.
Lengi verið þörf á stækkun og breytingum á leikskólanum Dalborg og 145 milljónir króna varið í framkvæmdir þar á nýju ári. Mynd: Aðsend