Orkumálinn 2024

Neysluvatn á Stöðvarfirði og í Breiðdal ómengað

Sýnataka úr neysluvatni á Stöðvarfirði og í Breiðdal í vikunni hefur leitt í ljós að neysluvatnið er ómengað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjarðabyggð. Íbúar Stöðvarfjarðar og Breiðdals þurfa því ekki lengur að sjóða neysluvatn sitt.

Í síðustu viku var greint frá því að neysluvatnið á Stöðvarfirði og í Breiðdal væri mengað af kólígerlum. Íbúar voru þá hvattir til að bullsjóða neysluvatn til þess að gæta fyllsta öryggis. Gildin voru ekki há og fór fram frekari sýnataka eftir að mengunin uppgötvaðist. Á mánudaginn síðastliðinn var ljóst að neysluvatnið í Breiðdal væri ómengað og í dag fékkst staðfest að neysluvatnið á Stöðvarfirði væri einnig ómengað. Ekki hefur verið gefið út hver orsök mengunarinnar var.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.