Skip to main content
Nýja rýmið lætur kannski ekki mikið yfir sér en skiptir sköpum í starfinu á leikskólanum. Mynd Fjarðabyggð

Nóg pláss til framtíðar með nýrri viðbyggingu leikskólans Dalborgar á Eskifirði

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 03. nóv 2025 14:37Uppfært 03. nóv 2025 14:39

Í síðasta mánuði var tekin í gagnið ný viðbygging leikskólans Dalborgar á Eskifirði en þar verið heldur þröngt á þingi fyrir bæði nemendur og starfsfólk um langt skeið. Þessum áfanga skal fagnað síðdegis á morgun með opnu húsi fyrir foreldra og gesti aðra sem vilja kynna sér breytingarnar og þiggja veitingar um leið.

Þórdís Mjöll Benediktsdóttir, leikskólastjóri, er himinlifandi með aðstöðuna nú tæpum mánuði eftir að viðbyggingin var tekin í gagnið enda er með nýbyggingunni búið að uppfylla öll nútímaskilyrði varðandi stærð rýma og betra andrúmsloft innandyra sem aftur hefur jákvæð áhrif á starfsandann og gleði barnanna.

„Við tókum nýja rýmið í gagnið þann 7. október síðastliðinn og það sannarlega breytt miklu fyrir okkur starfsmenn og börnin ekki síður. Við einmitt verið að bæði kaupa nýtt dót í húsið vegna þessa og fengið ágætar gjafir frá öðrum til að allt verði sem best úr garði og hlökkum til að sjá sem flesta hér á morgun.“

Nýja rýmið bætir sérstaklega aðstöðu kennara og starfsfólks frá því sem áður var enda sú áður bæði lítil og uppfyllti ekki þær kröfur sem gerðar eru til starfsmannarýma í leikskólum nútímans. En sökum þess var líka hægt að stækka stofurnar fyrir börnin svo allir njóta nú góðs af segir leikskólastjórinn.

„Staðan var orðin sú að starfsmannaaðstaðan var orðin allt of lítil. Þar með talin kaffistofan okkar og við vorum aðeins með eitt starfsmannaklósett, svo voru gömlu deildirnar okkar voru einfaldlega of litlar orðnar. Svo að rýmið stóðst orðið ekki þær nútímakröfur sem gerðar eru svo úr því er búið að bæta nú. Þær kröfur hafa breyst mjög mikið frá því sem áður var og nú er hér búið að byggja til framtíðar og hér nægt pláss til að taka á móti fleiri börnum hér vel næstu árin. Sjálf hóf ég störf hér á leikskólanum árið 2002 og ég man að það var byrjað að tala um þörfina á að stækka skólann kringum 2008 þannig að það var þá sem við byrjuðum að breyta hér innanhúss til að betur færi um alla. Árið 2013 var farið með eina deild úti í grunnskólann þannig að nú erum við öll komin undir eitt og sama þakið og þetta er þvílíkur munur. Svo er meira í bígerð því næsta sumarið skal fara í viðhald á gömlu byggingunni og eftir það verður ekki hægt að biðja um meira.“

Áfanganum sem fyrr fagnað síðdegis á morgun klukkan 16.30 en þar verður nýja rýmið verður kynnt sem og framtíðarsýn leikskólans.