Nokkrir flokkar bjóða akstur á kjörstað
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 30. nóv 2024 11:56 • Uppfært 30. nóv 2024 11:57
Minnst fjögur framboð, sem bjóða fram á Austurlandi, eru reiðubúin að útvega kjósendum akstur á kjörstað á Austurlandi í dag.
Austurfrétt sendi framboðunum og oddvitum fyrirspurn um þetta á fimmtudagskvöld. Flokkarnir hafa lengi boðið upp á þessa þjónustu, en þörfin gæti orðið meiri nú en oft áður vegna mögulegrar ófærðar þegar líður á daginn.
Svör hafa borist frá þremur framboðum. Framsóknarflokkur segist útvega akstur á kjörstað og Sjálfstæðiflokkurinn býður upp á hann í Múlaþingi og Fjarðabyggð. Vinstri græn eru ekki með akstur á Austurlandi.
Áður hafði Samfylkingin auglýst akstur á kjörstað og á samfélagsmiðlum Miðflokksins má finna auglýsingu um akstur á Egilsstöðum.