Orkumálinn 2024

Norðfjarðarhöfn aflahæst á landinu í fyrra

Norðfjarðarhöfn var aflahæsta höfn landsins í fyrra samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Landað var 163.959 tonnum á Norðfirði í fyrra sem er umtalsvert meira en á öllum öðrum höfnum.

Næst á eftir Norðfirði kemur höfnin í Vestmannaeyjum með 100.776 tonn og Eskifjarðarhöfn með 94.880 tonn og Vopnafjarðarhöfn með 93.744 tonn. Í áttunda sæti er Fáskrúðsfjarðarhöfn með 35.099 tonn.


Norðfjörður er í þriðja sæti lista Hagstofunnar sem mælir aflaverðmæti löndunarhafna en efst trónir Reykjavík og Grindavík í öðru sæti. Ásamt Norðfirði kemst aðeins ein önnur löndunarhöfn á Austurlandi inn á efstu tíu sætin þar en Eskifjarðarhöfn er í níunda sæti.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.