Norður og niður komin niður á endastöð

„Það er varla hægt að lýsa tilfinningunni að ljúka svona hjólatúr. Þetta var í alla staði frábær ferð, strákarnir stóðu sig eins og hetjur því það var ekki margt auðvelt á leiðinni en allt gekk upp að lokum,“ sagði Arnfríður Eide Hafþórsdóttir, hjólagarpur í hjólahópnum Norður og niður en 600 kílómetra túr hópsins frá Fáskrúðsfirði frá nyrsta hluta landsins til þess syðsta lauk fyrir stundu.

Arnheiður var ein af þremur Fáskrúðsfirðingum sem héldu af stað í allfrækilegan hjólatúr frá Rifstanga á Melrakkasléttu alla leið til Kötlutanga til suðurs af Hjörleifshöfða fyrir réttum tíu dögum síðan. Hjólreiðafélagar Arnheiðar voru þeir Óskar Þór Guðmundsson og Búbbi Bjarni Bjarnason.

Ferðin gengið upp og ofan eins og eðlilegt er þegar hjólað er þvert yfir hálendi Íslands en Arnfríður segir að allir erfiðleikarnir hafi gleymst eins og dögg í sólu þegar endamarkið var í augsýn í miklu blíðskaparveðri við Hjörleifshöfðann. Jafnvel þó hún sjálf hafi þurft að hætta á miðri leið vegna meiðsla.

„Það var ekkert annað en dásamlegt að ná endamarkinu eftir þennan skemmtilega túr sem vissulega var leiðinlegur á köflum og þá fyrst og fremst vegna hvassviðris og rigningar. En tilfinningin að lenda hér hjá Hjörleifshöfðanum og taka lokasprettinn í þvílíku blíðskaparveðri með logn og sól nánast allan síðasta kaflann er ógleymanlegt.“

Ekki var fjöldi fólks að taka mót hópnum þegar hann kom í endamarkið fyrr í kvöld en Arnfríður segir það af ásettu ráði.

„Við vorum nú ekkert að véla vini og ættingja í móttökunefnd neitt og vorum heilt yfir ekkert að auglýsa eða koma okkur á framfæri þannig að það tók enginn á móti okkur þannig. En það er gleði í geði og hjarta hjá okkur öllum og það er lykilatriðið.“

Teymið á endastöð. Tveir synir Arnfríðar tóku eins mikinn þátt í ferðinni og hægt var og þær báðir komu á endastöð með þeim Óskari Þór og Búbba Bjarna. Mynd Norður og Niður

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.