Norsku loðnuskipin farin á kolmunnaveiðar

Líflegt var við höfnina á Fáskrúðsfirði í lok síðustu viku er síðustu norsku loðnuskipin lönduðu þar. Þaðan héldu skipin svo á kolmunnaveiðar við Írland.

Þetta kemur fram á vefsíðu Loðnuvinnslunnar. Tímabilinu sem norsku loðnuskipin höfðu til að veiða loðnu á Íslandsmiðum lauk formlega í dag 22. febrúar.

Á myndinni er skipið H. Östervold á förum eftir að hafa landað um 694 tonnum af loðnu s.l. föstudag, og í hans stað kemur að bryggju Strand Senior með um 125 tonn. Auk þessara skipa kom svo Slatteroy með 65 tonn.

Samtals var landað um 3.000 tonnum af loðnu úr norskum skipum á Fáskrúðsfirði á þessari vertíð að því er sagði á vefsíðunni mbl.is.

Mynd: Loðnuvinnslan

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.