Orkumálinn 2024

Ný könnun: Hverjir eru á brúninni?

Framsóknarflokkurinn mælist með þrjá þingmenn í Norðausturkjördæmi í nýrri könnun MMR sem Morgunblaðið birtir í dag. Fimm flokkar fá einn þingmann hvern í kjördæminu.

Útreikningar Morgunblaðsins byggja á þremur könnunum MMR frá undanfarinni viku.

Samkvæmt þeim fær Framsóknarflokkur 23,9% atkvæða og þrjá þingmenn En Sjálfstæðisflokkurinn 16% og tvo þingmenn.

Þar á eftir koma Samfylkingin með 10,6%, Píratar með 10,2% og Vinstrihreyfingin – grænt framboð með 10,2%. Öll þessi framboð fá einn þingmann.

Það gera einnig Viðreisn með 7,7% og Miðflokkurinn með 7,5%. Þingmaður Miðflokksins er jöfnunarþingmaður samkvæmt útreikningum blaðsins. Sósíalistaflokkurinn er með 7,6 en nær ekki þingmanni. 5% fylgi Flokks fólksins skilar ekki heldur þingmanni né 1,1% stuðningur við Frjálslynda lýðræðisflokksins.

Í Norðausturkjördæmi eru níu kjördæmakjörnir þingmenn og eitt jöfnunarþingsæti. Útreikningar jöfnunarsætanna eru flóknir og byggja á atkvæðum frá landinu öllu.

Samkvæmt útreikningum Austurfréttar á kjördæmasætunum, út frá tölunum, er annar maður Sjálfstæðisflokks sjöundi þingmaður kjördæmisins en þriðji maður Framsóknarflokks sá áttundi. Afar lítill munur er á milli þeirra.

Þingmaður Viðreisnar er síðastur kjördæmakjörnu þingmannanna, en skammt er milli hans, fyrsta manns Miðflokks og Sósíalista. Oddviti Sósíalista sem samkvæmt tölunum næstur inn kjördæmakjörinn.

Töluvert er síðan í næsta fulltrúa þar á eftir sem yrði fjórði maður Framsóknarflokks. Á eftir honum koma svo þriðji maður Sjálfstæðisflokks, annar fulltrú Samfylkingar og loks annar fulltrúi Pírata.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.