Nýlundabúðin komin á YouTube og Facebook

Nýlundabúðin sem vakti mikla athygli á Borgarfirði eystra í sumar er nú komin á Youtube og Facebook. Um er að ræða myndband sem þær Elín Elísabet Einarsdóttir og Rán Flygenring gerðu um þessa merkilegu uppákomu sína.

„Við ákváðum að gera þetta myndband um veru okkar á Borgarfirði eystra,“ segir listakonan Rán Flygenring. „Það má segja að það hafi verið hluti af verkinu en um svokallað infomercial er að ræða eða upplýsingaauglýsingu.“

Rán segir ennfremur að það sé alveg tilvalið að nota samskipamiðla á borð við Youtube og Facebook til að vekja athygli á því sem þær voru að gera á Borgarfirði eystra.

Eins og kunnugt er af fréttum dvöldu þær stöllur í rúma viku í Hafnarhólmanum. Þar ráku þær lundabúð þar sem allur varningur var framleiddur innanum sjálfa fyrirmyndina.

Það getur verið að þær Rán og Elín Elísabet muni endurtaka leikinn næsta sumar. „Það verður bara að koma í ljós síðar,“ segir Rán.

Fyrir þá sem vilja sjá myndbandið á Youtube er m.a. hægt að setja inn NÝLUNDABÚÐIN eða puffin shop í leitarstrenginn á þeirri vefsíðu.

Mynd: Youtube

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.