Nýtt húsnæði Tækniminjasafnsins tilbúið 2027?
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 28. nóv 2024 12:39 • Uppfært 28. nóv 2024 12:50
Stefnt er að því að nýtt húsnæði Tækniminjasafns Austurlands verði tilbúið árið 2027. Endurbygging Angró er hafin og arkitektar hafa lokið störfum. Seyðfirðingum og öðrum áhugasömum býðst að kynna sér áformin í dag.
Húsnæði Tækniminjasafnsins skemmdist mikið í aurskriðunum sem féllu á Seyðisfjörð í desember árið 2020. Hluti bygginganna sópaðist í burtu meðan aðrar stóðu eftir mikið skemmdar. Þeirra á meðal var Angró sem fauk endanlega í hvassviðri í september 2022. Það var tekið niður spýtu fyrir spýtu og þeim komið í geymslu þar sem farið var yfir hvað væri nýtilegt til endurbyggingar.
Eftir skriðurnar var ákveðið að færa Tækniminjasafnið á nýja lóð á Lónsleiru og þar eru framkvæmdir að fara í gang.
Endurbyggt Angró verður aðalsýningarhúsnæði safnsins en að auki verður byggð við nýbygging sem á að hýsa skrifstofur og aðra stoðþjónustu safnsins. Arkitektar hafa lokið störfum og verkhönnun stendur yfir.
Byrjað er að smíða grind Angró þannig gestir í dag eiga að geta fengið tilfinningu fyrir húsinu. og rótarhné, sem eru einkennandi fyrir húsin, eru komin til landsins frá Noregi, þar sem þau voru smíðuð og verða til sýnis. Næstu verða smíðaðar hurðir og gluggar þannig hægt verði að reisa húsið næsta sumar.
Elfa Hlín Pétursdóttir, annar safnstjóra, segir stefnt á taka grunn að nýju safnhúsnæði næsta sumar, Angró verði tilbúið 2026 og í framhaldinu byrjað á nýbyggingunni. Gangi allt að óskum verði nýtt safn tilbúið um mitt ár 2027. Þá yrði safnið loks opnað með nýrri aðalsýninguna.
Vinna við hana er hafin. Í dag verður gestum gefinn kostur á að koma með ábendingar um hvað eigi að vera á nýju safni en Elfa Hlín segir að aðalhugmyndin að baki nýju sýningunni sé sem stendur að fjalla um mörk tækni og náttúru þar sem maðurinn sé á milli. Notast verði við áfanga úr seyðfirskri sögu og meðal annars verði gripir úr fornleifauppgreftrinum í Firði til sýnis.
Þau sem vilja kynna sér áformin geta mætt út á Strönd, í stóru síldarskemmuna milli klukkan 16:00 og 17:30 í dag.
Grind Angró eins og hún lítur út í dag. Mynd: Tækniminjasafn Austurlands/Ingvi Örn