Nýtt smit eftir landamæraskimun

Fimm einstaklingar eru nú í einangrun vegna Covid-19 veirunnar á Austurlandi. Allir greindust við komuna til landsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi. Fimm einstaklingar eru í sóttkví samkvæmt tölum Covid.is.

Aðgerðastjórnin hvetur Austfirðinga til áframhaldandi árvekni og minnir á samskiptafjarlægð, grímunotkun, handþvott og sprittnotkun.

Ennfremur að forðast margmenni, óþarfa ferðalög út fyrir fjórðunginn og að virða ný fjöldatakmörk þar sem að hámarki mega 20 manns koma saman í sama rými.

Þá er ítrekað mikilvægi þess að fólk með einkenni Covid-19 fari alls ekki í vinnu, skóla, verslanir eða á annan hátt út á meðal fólks, heldur haldi sig heima og hafi strax samband við síma 1700 eða heilsugæsluna.

„Bólusetning, þó í litlum mæli sé, er hafin og er merki þess að brátt styttist í Covid-vegferðinni, þó enn sé langt eftir. Höldum okkar takti með það að markmiði að komast öll saman og heil heilsu á leiðarenda,“ segir í tilkynningu aðgerðastjórnar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.