Öll óbyggðanefnd lýsti sig vanhæfa við endurupptöku mála

Sérstök óbyggðanefnd er tekin til starfa til að vinna þjóðlendumál sem úrskurðað var um fyrir 15 árum síðar eftir að óbyggðanefnd hafði lýst sig vanhæfa. Á næstu dögum skýrist hvort nýja nefndin telji rétt að taka gömlu málin upp að nýju.

Vorið 2020 var bætt við lög um óbyggðanefnd ákvæði sem heimilar heimilar nefndinni að taka aftur til meðferðar svæði hafi hún í úrskurði sínum gert athugasemd við kröfugerð ráðherra, eða „vegna athugasemda sem borist höfðu á fyrra stigi,“ eins og segir í svari nefndarinnar við fyrirspurn Austurfréttar.

Á þessum forsendum tók nefndin 17 svæði til meðferðar og sendi ríkinu kröfur vegna þeirra í janúar í fyrra. Tvö af þessum svæðum eru á Austurlandi, nánar tiltekið á Fljótsdalsheiði við mörk annars vegar Skriðuklausturs sem er ríkisjörð, hins vegar kirkjujarðarinnar Valþjófsstaðar. Nefndin úrskurðaði í málunum 2005 og 7. Hæstaréttardómur féll í máli Valþjófsstaðar árið 2011.

Töldu nefndina hafa mótað sér afstöðu

Í október í fyrra ákvað hins vegar nefndin að hún öll, ásamt starfsmanni og einum varamanni, skyldu víkja sæti við meðferð málanna. Var það eftir að erindi bárust frá lögmönnum landeigendum svæðanna þar um. Aðalathugasemdir lögmanna byggðu á því að nefndin hefði mótað sér afstöðu í málunum. Það hefði hún gert með samskiptum í gerð nýja lagafrumvarpsins, þar sem meðal annars var bent á ákveðnar jarðir sem hún taldi eiga að taka upp aftur. Eins var fundið að því að mótaðilum hefði ekki verið veittur andmælaréttur.

Í samtali við Austurfrétt sagði Jón Jónsson, lögmaður á Egilsstöðum sem starfað hefur fyrir landeigendur í þjóðlendumálum, að margar kröfunnar veki furðu þar sem ríkið hafi í eldri kröfugerð sinni fyrir dómi ekki gert athugasemdir við að það land sem eftir væri teldist í ákveðinni eign, til dæmis í tilfelli Valþjófsstaðar.

Tekur senn ákvörðun um framhald málanna

Í desember síðastliðnum var skipuð þriggja manna sérstök óbyggðanefnd til að fjalla um þessi mál ásamt sérstökum starfsmanni. Sú nefnd ákvað í janúar að hverfa frá málsmeðferð óbyggðanefnda og skoða að nýju hvort taka ætti landssvæðin sautján til meðferðar. Ekki er talið koma til greina að taka önnur svæði til meðferðar.

Veittur var frestur fram í janúar til að gera athugasemdir við framhaldið. Níu erindi bárust innan tiltekins frest. Í kjölfarið sendi nefndin erindi til fjármála- og efnahagsráðherra til upplýsingar og með ósk um afstöðu til tiltekinna atriða.

Nefndin veitti síðan lögmönnum frest fram í maí til að til að sjá sig frekar um málið. Til tók að taka ákvörðun í kjölfarið ákvörðun um málsmeðferðina en á þessu stigi er aðeins verið að ræða um lagalegan grundvöll málsmeðferðar, ekki kröfulýsingar eða möguleg eignaréttindi.

Sú ákvörðun hefur dregist. Samkvæmt upplýsingum frá óbyggðanefnd er nú útlit fyrir að hún liggi fyrir í næstu viku.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.