Ofsaveðri spáð á Austfjörðum á laugardag

Veðurstofan varar við óveðri með miklu hvassvirði og snjókomu sem gengur yfir austanvert landið frá því á morgun föstudag fram á laugardag.

Í kvöld gengur í suðvestan átt, 13-18 metra en á meðan henni stendur verður úrkomulítið á Austurlandi.

Þegar líður á daginn snýst vindur til norðvesturs. Þá kólnar verulega og síðan bætist snjókoma við auk þess sem bætir enn frekar í vindinn. Spáð ofsaveðri á Austfjörðum fyrri part laugardags, en gul viðvörun er í gildi fyrir Austfirði, Austurland að Glettingi og Suðuausturland frá klukkan fimm aðra nótt til klukkan 18 síðdegis á laugardag.

Á þessum tíma er gert ráð fyrir 20-30 m/s vindi um allt austan vert landið. Verst verður veðrið sunnan Reyðarfjarðar að Öræfum og er von á hviðum á því svæði sem náð geta 55-60 m/s á þekktum stöðum eins og Fagradal og Hamarsfirði.

Ekkert ferðaveður verður á meðan veðrið gengur yfir, enda skyggni lélegt. Þá er íbúum ráðlagt að tryggja lausamuni til að forðast foktjón.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.