Olís í Neskaupstað lokað vegna meints sóttvarnabrots

Þjónustustöð Olís í Neskaupstað var lokað um kvöldmatarleytið í kjölfar ábendinga til lögreglu um brot á sóttvarnarlögum.

Lögreglunni á Austurlandi bárust seinni partinn í dag ábendingar um að einstaklingur, sem á að vera í einangrun vegna Covid-19 smits, hefði komið inn á stöðina. Í kjölfarið var ákveðið að loka stöðinni og sótthreinsa hana.

Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn, segir að verið að kanna hvort ábendingarnar eigi við rök að styðjast en enn sé ekkert sem sanni að viðkomandi hafi komið inn á stöðina og þar með brotið sóttvarnalög.

Rétt hafi þó þótt að loka stöðinni í öryggisskyni meðan komist væri til botns í málinu. Þá verði veittar nánari upplýsingar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.