Skip to main content
Logi Einarsson, ráðherra. Mynd: Samfylkingin

Opnir viðtalstímar Loga Einarssonar á Austurlandi

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 15. okt 2025 12:21Uppfært 15. okt 2025 12:21

Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra verður á morgun með opna viðtalstíma á Egilsstöðum og Eskifirði.

Opnu viðtalstímarnir eru liður í heimsóknaröð menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra um landið, en hann hefur áður verið á Ísafirði og Akureyri. Á ferð sinni um Austurland mun ráðherrann jafnframt heimsækja fyrirtæki og stofnanir á svæðinu, auk þess að funda með sveitarstjórnarfólki.

„Á ferðum mínum um landið hef ég séð hvað það er mikill kraftur í landsmönnum. Alls staðar þar sem ég kem er verið að skapa, rannsaka og stuðla að hvers konar framförum fyrir íslenskt samfélag. Markmið mitt er að hlúa að þessari þróun, styrkja hana og efla, þannig að þessi gróska þrífist enn betur um land allt,“ segir Logi.

Fyrri viðtalstíminn verður í húsnæði Austurbrúar á Egilsstöðum frá klukkan 13:00-13:30 en sá seinni í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði frá klukkan 17:15-17:45.

Með fundunum gefst gestum færi á að eiga milliliðalaust spjall við ráðherrann um þau fjölmörgu málefni sem eru á borði menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytisins.