Prófa hálkuvarnir á göngubrúm

Félagar í Gönguklúbbi Seyðisfjarðar hafa nú sett hálkuvörn á göngubrýrnar yfir Ytri-Hádegisá. Þeir vilja vita hvernig hálkuvörnin kemur út við mismunandi aðstæður.

Greint er frá þessu á vefsíðu Seyðisfjarðarkaupstaðar. Þar segir að brýrnar geta orðið hálar þegar timburdekkið er blautt eða hélað eins og verður oft.

„Þeir vilja gera þessa tilraun og óska gjarnan eftir að þeir sem fara þessa gönguleið í haust og vetur láti Gunnar eða Borgþór vita hvernig hálkuvörnin kemur út við mismunandi skilyrði,“ segir á vefsíðunni. „Ef vel tekst til verða settar svona hálkuvarnir á fleiri brýr, annars verða aðrar leiðir fundnar.“

Mynd: Gunnar Sverrisson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.