Skip to main content

Ráðherra staðfesti stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Dyrfjöll og Stórurð

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 23. sep 2025 11:42Uppfært 23. sep 2025 12:39

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra staðfesti formlega fyrir skömmu stjórnunar- og verndaráætlun Dyrfjalla og Stórurðar. Það allra fyrsta slíka áætlunin sem staðfest er í tíð nýrrar Náttúruverndarstofnunar.

Þar með lauk löngu stefnumótunarferli en farið var að huga að slíkri áætlun í kjölfar formlegrar friðlýsingar Stórurðar árið 2021.

Hafði Umhverfisstofnun (nú Náttúruverndarstofnun) frumkvæði að því að hefja þá vinnu og var áætlunin unnin í góðri samvinnu við landeigendur og sveitarfélagið Múlaþing. Markmiðin þau helst að vernda svæðin fyrir sífellt meiri ágangi en ekki síður tryggja öryggi ferðafólks til langframa.

Sú áætlun fór svo formlega í kynningarferli í janúar á síðasta ári og henni svo vísað til þáverandi ráðherra til staðfestingar í maí í fyrra. Sökum stofnanabreytinga og stjórnarslita varð þó ekkert af undirritun eins og til stóð fyrr en síðla í ágúst síðastliðnum.