Rafmagn kemst á sunnanverðan Fáskrúðsfjörð

Verið er að vinna að viðgerð á rafmangslínu sem sló út í sunnanverðum Fáskrúðsfirði í óveðrinu um helgina. Enn eru þrír sveitabæir þar án rafmagns en viðgerð ætti að ljúka nú fyrir hádegið.

Rafmagnstruflanir urðu einnig á Dalatangalínu og línan milli Breiðdalsvíkur og Teigahorns í Berufirði sló út. Ekki hefur tekist að koma henni í gagnið enn en það tókst að koma rafmagni á það svæði eftir varaleið samkvæmt upplýsingum frá bilanavakt RARIK.

Vaktstjóri á bilabavaktinni segir að selta sé orsökin fyrir þessum bilunum. Í óveðrinu hafi sjór fokið allt að 400 metra upp í fjallshlíðarnar á Austfjörðum með tilheyrandi seltu og klakamyndun á rafmagnslínum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.