Rafmagn víðast hvar komið á
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 20. jan 2025 18:49 • Uppfært 20. jan 2025 19:42
Viðgerðarflokkum Rarik tókst um klukkan 18 að koma rafmagni á víðast þar sem það hefur verið úti í dag. Einstaka hús eru enn án rafmagns.
Rafmagn komst á út að Vattarnesi en var tekið af aftur til að ljúka við viðgerð á línunni frá Kolmúla og inn á Reyðarfjörð. Vonast er til að viðgerð ljúki fyrir klukkan 20 í kvöld og þá verði aftur hægt að koma á rafmagni. Það fór upphaflega af á um miðnætti.
Varaafl er komið á öll lögbýli í sunnanverðum Fáskrúðsfirði. Þar varð einnig rafmagnslaust um miðnætti.
Í Berufirði varð rafmagnslaust í norðanverðum firðinum um klukkan tvö í nótt. Þar er búið að koma rafmagni á lögbýli en Karlsstaðaviti er án rafmagns.
Allir viðskiptavinir í Stöðvarfirði fengu rafmagn utan eins um klukkan fjögur í dag. Sá notanda er tengdur með loftlínu. Á þeim stað er ekki rafmagnsnotkun í augnablikinu og ekki talin þörf á bráðaviðgerð.
Þá var rafmagni komið á alla staði með fastri búsetu í Lóni í dag.
Ástæða rafmagnsleysisins eru mikil ísing og selta sem settust á raflínur síðustu nótt, slitu þær og brutu staura.