Rafmagnslaust á Mjóeyrarhöfn

Viðbúið er að rafmagnslaust verði í Mjóeyrarhöfn fram að kvöldmat eftir að háspennustrengur skemmdist þegar grafið var í hann.

Rafmagnslaust varð á Reyðarfirði skömmu fyrir klukkan þrjú í dag. Sá sem gróf í strenginn sá blossa og lét Rarik strax vita þannig tafarlaust var hægt að grípa til aðgerða.

Rafmagn fór af hluta bæjarins en því var snarlega komið á aftur. Er því nú aðeins rafmagnslaust fyrir utan bæinn.

Ljóst er þó að það hefur mikil áhrif enda mikið athafnasvæði við Mjóeyrarhöfn. Álverið er þó keyrt áfram þar enda fær það orku sína eftir sérstökum loftlínum.

Samkvæmt upplýsingum frá Rarik er búist við að rafmagn komist aftur á þar um kvöldmat ef allt gengur að óskum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.